Hér kennir ýmissa grasa…
Matarblogg
Öllum finnst gaman að koma í mat til Bjögga. Ég hef mjög gaman af því að elda, þetta er góð leið til að slaka á og vera skapandi. Þegar ég elda þá elda ég með hjartanu, fer meira eftir tilfinningunni en því að fylgja uppskriftum nákvæmlega. Hef einnig gaman af því að prófa allskyns uppskriftir hvaðanæva úr heiminum og nota framandi krydd og hráefni. Svo þarf þetta heldur ekki að vera flókið og ég er mikill áðdáandi einfaldra og klassískra rétta. Mikilvægast í eldamennsku er að gefa sér tíma til að elda, gefa þannig af sér í stað þess að vera flýta sér að þessu, henda í örbylgjuna eða kaupa hrað-mat. Nú er kominn tími á að deila með ykkur uppskriftum og því sem ég er að bralla í eldhúsinu. Geggjaðar uppskriftir fyrir alla!
Kennslublogg
Ég starfa sem framhaldskólakennari á þessum tímapunkti í lífinu, annars starfaði ég þar áður í 20+ ár í tölvugeiranum hér heima og erlendis. Hér deili ég hugmyndum mínum og kennslupælingum!
Lífsblogg – innsýn í mitt líf og skoðanir
Lífið er áskorun sem við þurfum að takast á við. Hér er mín skoðun!
Vefverslun með list
Listin gerir heiminn fallegri og betri og hér eru verk til að skoða:
Furður alheimsins
Safn af allskyns tenglum um hve furðuleg við erum sem tegund…