Svartbaunabuff
1 dós af svartbaunum
1 rifinn gulrót
1 tsk balsam edik
1 tsk sweetsoursouce
1 tsk Sítrónusafi
1 rauðlaukur, smátt skorin eða mauka með töfrasprota
1 sellerístöng, smátt skorinn eða mauka með töfrasprota
1 msk parmesan
Ferskt timjan
smá brauðrasp útí ef þetta blandan er orðin of blaut. Smá rasp dregur í sig vökvan og gerir auðveldara að móta buffinn.
Smá cummin, mylja svartan pipar yfir og smá salt með.
1 egg – ef þú ert ekki veggan?
½-1 tsk karrý
½-1 tsk Garam masala, (alveg svakalega bragðmikið)
2 lauf af grænkáli (Kale), hökkuð í spað, sleppa stilknum, ekki nema þið getið maukað det hele
Aðferð:
Allt hráefni í stóra skál og hræra vel saman.
Móta svo buff í hentugum stærðum. Velta buffunum svo upp úr brauðmylsnu
Raða þeim á ofnplötu með bökunarpappír á, baka svo í ofni á 180° í 20-25 mín…
Ekki gleyma að vera glaður/glöð þegar þið mallið þetta. Þá verður maturinn betri.
Himneskt með t.d jógúrtsósu (t.d raita – skera niður gúrku smátt, sítrónusafaskvetta og smá cumin) eða útbúa flott hrá-salat úr því sem er til í ísskápnum.
Það er alveg kjörið að frysta nokkur buff og geyma. Gott að eiga.