“Pulled pork” af himnum ofan
ca 2 kg Svínabógur – keypti hann hjá Bónusgrísnum,
Skera puruna af, má henda eða ef þið viljið nýta þá er fínt að klippa hana í ræmur og dreifa yfir kjötið eftir að búið er að krydda það.
Við viljum fá fitina til að leka ofan í kjetið…
1 poki (4 msk) Jamaican Jerk kryddblanda/ eða bara henda Jerk blöndu sjálfur
1 tsk cumin
1 tsk laukduft
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk mulinn svartan pipar
1 tsk Zaatar kryddblanda
3 msk puðursykur
1 msk salt
1 msk hvítvínsedik
smá slurk af barbeque sósu yfir
matarolía t.d sólblómaolía úr flösku (ég nota ekki olíu úr plast ílátum)
Blanda kryddum saman í skál, slurka olíu yfir og Nudda þessu svo öllu í kjötið og setja í steikingarpott sem hægt er að loka.
Hella einum pilsner ofan í og yfir kjötið.
Loka og setja í 220° ofn. Stilla á 3 tíma.
Eftir 3 tíma, taka út og taka puruna af kjötinu, hella öðrum pilsner yfir, fínt að hann sé humlaður t.d Bavaria 0.0 IPA er flottur yfir.
Setja aftur í ofnin á 180° og ekki hafa lokið á. Leyfa að malla og fylgjast með að brenni ekki, má brenna smá. Lækka þá bara hitann ef þarf.
Kjötið á að vera í ofninum í 1.5 til 2 tíma.
Mér finnst ágætt að setja lokið aftur á og lækka hitann síðasta hálftímann.
Á meðan þið bíðið þá er alveg kjörið að setja í eitt Hrásalat eða Cole Slaw
Nokkrar gulrætur, flysjaðar og rifnar.
Slatti af Toppkáli (eins og keila) eða hvítkál, hreinsað og rifið.
Eitt epli eða tvö rifinn
Eitt hnúðkál, flysjað og rifið.
Kreista eina sítrónu yfir.
Ef þið viljið hafa þetta mayo baserað þá er fínt að henda í þetta 2 msk af Mayo.
Svo er bara að taka kjötið út leyfa því aðeins að jafna sig. Hita hamborgabrauð, skella á þau hrásalati og tæta svo grísakjötið á eins og hver vill.
Má alveg setja smá BBQ sósu yfir.
Bon appetit!